title image

Á kynningarfundinum á OT sem haldinn var á RT daginn þann 14. mars var undirritað samkomulag um samstarf RT og OT. Þetta er gert að erlendri fyrirmynd en fyrir um 2 árum undirrituðu heimsstjórnir samtakanna slíkt samkomulag. Síðan þá hafa mörg aðildarlönd gert slíkt hið sama. Við höfum aðlagað samkomulagið að okkar starfsemi. Meðal þess sem tekið er á er að stuðla að aukningu í báðum hreyfingum. OT menn með því að kynna RT fyrir fjölskyldu, vinum og vinnufélögum og RT menn með því að kynna OT innan sinna vébanda enda erum við nokkurs konar „framhaldslíf“ fyrir RT félaga. Stjórnir hreyfinganna skulu funda saman amk árlega og mæta á árshátíðir hvor hjá öðrum. Þá mun OT halda kynningarfund á starfsemi sinni árlega á RT deginum og skipaður verður einn RT félagi sem á einungis 1-2 ár eftir í RT sem sérstakur tengiliður við OT. Samkomulagið skal endurskoðað reglulega til að hámarka árangur samstarfsins. Vonandi verður þetta til að okkur fjölgi hratt og þeir sem ganga uppúr RT finni sér farveg innan OT.

Samkomulagið er hægt að lesa með því að smella á þennan link.